Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2011 09:26 Verða rjúpnaveiðar leyfðar í ár? Eins og rætt hefur verið er ákvörðun Umhverfisráðherra ekki ennþá komin í hús og veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá hvort rjúpnaveiðar verði leyfðar í ár eða ekki. Mjög víða í umræðunni hefur komið upp sá efi að veiðimenn séu einn stærsti þátturinn í því að rjúpann á undir högg að sækja í sumum landshlutum í dag. Það virðist alveg gleymast að það eru aðrir þættir sem hafa líka mikil áhrif. Vorið var kalt og eflaust kom rjúpann upp færri ungum núna en í fyrra. Ref hefur fjölgað í sumum landshlutum og víða mikið. Er fálkastofninn á uppleið eða niðurleið? Þetta helst í hendur með vaxandi eða fallandi rjúpnastofni. Er annað afrán t.d. hrafnar, mávar, minkur o.fl. í auknum mæli að sækja í rjúpnaunga vegna afkomubrests mófugla í vor því ungar mófugla eru oft á tíðum stór hluti fæðuöflunar ránfugla, minks og refs? Friðun á Reykjanesi hefur ekki skilað stærri rjúpnastofni hver svo sem skýringin er, en margir hafa ákveðnar skoðanir á því, bæði fræðimenn og veiðimenn. Það væri gaman að fá innlegg frá ykkur veiðimenn, fræðimenn og aðrir lesendur sem látið ykkur þetta mál varða. Ég bið ykkur þó vinsamlegast um að vera málefnalegir. Þið getið sent okkur póst á veidivisir@365.is og við munum velja nokkra pósta og deila með ykkur hér á síðunni til að fá eins breiða skoðun á rjúpnaveiðum og við getum. Stangveiði Mest lesið Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Töluvert af sjóbirting við Hraun í Ölfusi Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði
Eins og rætt hefur verið er ákvörðun Umhverfisráðherra ekki ennþá komin í hús og veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá hvort rjúpnaveiðar verði leyfðar í ár eða ekki. Mjög víða í umræðunni hefur komið upp sá efi að veiðimenn séu einn stærsti þátturinn í því að rjúpann á undir högg að sækja í sumum landshlutum í dag. Það virðist alveg gleymast að það eru aðrir þættir sem hafa líka mikil áhrif. Vorið var kalt og eflaust kom rjúpann upp færri ungum núna en í fyrra. Ref hefur fjölgað í sumum landshlutum og víða mikið. Er fálkastofninn á uppleið eða niðurleið? Þetta helst í hendur með vaxandi eða fallandi rjúpnastofni. Er annað afrán t.d. hrafnar, mávar, minkur o.fl. í auknum mæli að sækja í rjúpnaunga vegna afkomubrests mófugla í vor því ungar mófugla eru oft á tíðum stór hluti fæðuöflunar ránfugla, minks og refs? Friðun á Reykjanesi hefur ekki skilað stærri rjúpnastofni hver svo sem skýringin er, en margir hafa ákveðnar skoðanir á því, bæði fræðimenn og veiðimenn. Það væri gaman að fá innlegg frá ykkur veiðimenn, fræðimenn og aðrir lesendur sem látið ykkur þetta mál varða. Ég bið ykkur þó vinsamlegast um að vera málefnalegir. Þið getið sent okkur póst á veidivisir@365.is og við munum velja nokkra pósta og deila með ykkur hér á síðunni til að fá eins breiða skoðun á rjúpnaveiðum og við getum.
Stangveiði Mest lesið Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Töluvert af sjóbirting við Hraun í Ölfusi Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði