Fram með þrjá sigra í þremur leikjum - vann Akureyri í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2011 19:54 Mynd/Valli Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira