Button: Verður tilfinningaþrungið að keppa í Japan 30. september 2011 20:30 Jenson Button fagnar sigri í ungverska kappakstrinum á þessu ári ásamt kærustu sinni Jessicu Mishibata, John föður sínum, Lewis Hamilton og starfsmönnum McLaren. Mynd: McLaren F1 Bretinn Jenson Button hjá McLaren segir Japan vera sinn annan heimavöll í Formúlu 1, en hann á japanska kærustu sem heitir Jessica Mishibata. Hún er þekkt fyrirsæta í sínu heimalandi og þau skötuhjú dvelja þar oft á tíðum. Um tíma var óljóst hvort Formúlu 1 mótið í Japan gæti farið fram vegna náttúruhamfaranna sem urðu í landinu í mars, en Button telur að mótshaldið geti gefið japönsku þjóðinni styrk, en miklill áhugi er á Formúlu 1 í Japan. „Ég lít á Japan, sem minn annan heimavöll og landið er nærri mínu hjarta. Vitanlega verður tilfinningaþrungið fyrir mig að keppa í Japan, í fyrsta skipti eftir það sem gerðist í mars. Ég er mjög stoltur að Formúlu 1 mun setja Japan á kortið í næstu viku, á sama tíma og verið er að byggja upp landið", sagði Button. „Ég geri mér grein fyrir því að að íþróttin getur átt þátt í því að efla von og trú manna á svæðum sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálfta og flóðbylgju." Button er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu og er sá eini sem stendur í vegi fyrir því að Vettel geti hampað titlinum, enn sem komið. Vettel þarf þó aðeins eitt stig úr síðustu fimm mótum ársins til að verða meistari. „Ég held þetta verði gott mót fyrir alla. Við höfum sýnt að við höfum hraðann og höfum keppt af kappi við Red Bull. Brautin (Suzuka) ætti að henta Red Bull bílunum, sérstaklega á fyrri hluta brautarinnar. En fólk ætti ekki að vanmeta okkar styrk. Við sýndum á Spa brautinni að við getum verið góðir í háhraðabeygjum og við höfum aukið hámarkshraða bílsins. Þá er afturvængurinn að virka betur í tímatökum en áður og við erum því jákvæðir fyrir keppnishelgina." „Ég vona að við getum sett á svið frábæra keppni fyrir alla sem fylgjast með Formúlu 1 og að við færum japönsku þjóðinni aukinn styrk. Ég sendi Japönum kveðjua: Ganbatte!", sagði Button, en japanska orðið þýðir í raun: Gerið ykkar besta." Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button hjá McLaren segir Japan vera sinn annan heimavöll í Formúlu 1, en hann á japanska kærustu sem heitir Jessica Mishibata. Hún er þekkt fyrirsæta í sínu heimalandi og þau skötuhjú dvelja þar oft á tíðum. Um tíma var óljóst hvort Formúlu 1 mótið í Japan gæti farið fram vegna náttúruhamfaranna sem urðu í landinu í mars, en Button telur að mótshaldið geti gefið japönsku þjóðinni styrk, en miklill áhugi er á Formúlu 1 í Japan. „Ég lít á Japan, sem minn annan heimavöll og landið er nærri mínu hjarta. Vitanlega verður tilfinningaþrungið fyrir mig að keppa í Japan, í fyrsta skipti eftir það sem gerðist í mars. Ég er mjög stoltur að Formúlu 1 mun setja Japan á kortið í næstu viku, á sama tíma og verið er að byggja upp landið", sagði Button. „Ég geri mér grein fyrir því að að íþróttin getur átt þátt í því að efla von og trú manna á svæðum sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálfta og flóðbylgju." Button er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu og er sá eini sem stendur í vegi fyrir því að Vettel geti hampað titlinum, enn sem komið. Vettel þarf þó aðeins eitt stig úr síðustu fimm mótum ársins til að verða meistari. „Ég held þetta verði gott mót fyrir alla. Við höfum sýnt að við höfum hraðann og höfum keppt af kappi við Red Bull. Brautin (Suzuka) ætti að henta Red Bull bílunum, sérstaklega á fyrri hluta brautarinnar. En fólk ætti ekki að vanmeta okkar styrk. Við sýndum á Spa brautinni að við getum verið góðir í háhraðabeygjum og við höfum aukið hámarkshraða bílsins. Þá er afturvængurinn að virka betur í tímatökum en áður og við erum því jákvæðir fyrir keppnishelgina." „Ég vona að við getum sett á svið frábæra keppni fyrir alla sem fylgjast með Formúlu 1 og að við færum japönsku þjóðinni aukinn styrk. Ég sendi Japönum kveðjua: Ganbatte!", sagði Button, en japanska orðið þýðir í raun: Gerið ykkar besta."
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira