Kobayashi: Mjög sérstök stemmning í Singapúr 21. september 2011 13:04 Japaninn Kamui Kobyashi keppir með Sauber liðinu frá Sviss. MYND: Sauber Motorsport AG Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi. Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira