Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í góðri stöðu á fjórða hring úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið fyrstu tíu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og er á fjórum höggum undir samanlagt.
Ólafur var í 21. sæti að loknum þriðja hring sem hann lék í gær á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Þá var hann kominn tvö högg undir par samanlagt. Ólafur Már fékk sex fugla, tíu pör, einn skolla og einn skramba á hring gærdagsins.
Annað stig úrtökumótanna fer fram á Spáni í nóvember. Þar verður Birgir Leifur Hafþórsson meðal keppenda.
Ólafur segir frá spilamennsku sinni í gær í viðtalinu hér að ofan.
