Vettel getur slegið met 24. september 2011 23:10 Sebastian Vetel eftir tímatökuna í dag í Singapúr. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira