Mótmælendur handteknir á Wall Street 25. september 2011 11:45 Wallstreet í New York mynd/afp Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira