Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1.
Vettal sigraði keppnina í Singapore í dag með þó nokkrum yfirburðum, en hann kom í mark um 2 sekúndum á undan Jenson Button, McLaren. Þriðji varð Mark Webber, Red Bull.
Þetta var níundi sigur Vettel á tímabilinu en hann hefur verið magnaður í ár. Keppnin í dag var viðburðamikil en Michael Schumacher datt úr leik eftir 28 hringi þegar hann skaust útaf brautinni. Alls komust fjórir bílar ekki í mark sökum árekstra og bilana.
Sebastian Vettal þarf aðeins eitt stig til viðbótar í keppni ökumanna, en alls eru fimm mót eftir. Það þarf því kraftaverk svo að Vettal verði ekki heimsmeistari.
Jenson Button á tölfræðilega möguleika á því að verða heimsmeistari en líkurnar eru heldur betur ekki með honum.
Staðan í keppni ökumanna:
Sebastian Vettel, Red Bull - 309 stig.
Jenson Button, McLaren - 185
Fernando Alonso, Ferrari - 184
Vettel sigraði í Singapore - komin með níu fingur á titilinn
