Vettel: Mjög ánægður með árangurinn 25. september 2011 19:11 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. AP MYND: /Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira