Handboltinn byrjar að rúlla af fullum krafti í kvöld en þá fer fram fyrsta umferðin í N1-deild karla.
Stórleikur kvöldsins fer fram í Hafnarfirði þar sem Íslandsmeistarar FH taka á móti Fram. Bæði lið nokkuð breytt frá síðasta vetri og líkleg til afreka.
HK tekur síðan á móti Haukum en Aron Kristjánsson er aftur tekinn við Haukaliðinu.
Leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30 nema leikur Aftureldingar og Akureyrar sem hefst 18.30.
FH - Fram
HK - Haukar
Grótta - Valur
Afturelding - Akureyri

