Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2011 17:33 Kolbeinn Sigþórsson. Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira