Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2011 19:30 Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. Verið var að leggja nýjan sextán kílómetra veg um austanverðan Vatnsfjörð. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn í Barðastrandarsýslum, Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði, segir að þetta hafi litið illa út og mikið uppnám hafi orðið snemma sumars í fyrra og menn talið að umhverfisspjöll væru í uppsiglingu. Framkvæmdir höfðu, að því er talið var fyrir mistök, verið leyfðar á þeim tíma árs sem álitinn var sá viðkvæmasti fyrir arnarvarpið og var rætt um að stöðva vinnuna, þar sem ungi hafði uppgötvast í hreiðrinu. „Það hafði gerst að örninn, sennilega bara í banni, leyfði sér að verpa oní miðju framkvæmdasvæðinu, þar sem sprengingarnar og djöfulgangurinn var mestur," segir Úlfar. Forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson, staðfestir að unginn hafi komist á legg úr umræddu hreiðri og framkvæmdirnar hafi engar afleiðingar haft fyrir varpið. Vitað sé að ernir láti tæki ekki trufla sig. Úlfar segir að það gildi um örninn, eins og aðrar skepnur, og manninn líka, að hann sé forvitinn og vilji sambýli og félagsskap. Annað verði ekki lesið út úr þessu. Og örninn var enn á svæðinu í síðustu viku, þegar Stöð 2 var þar að mynda, og sat þá á steini í fjörunni nálægt þjóðveginum. Úlfar segir að svipað hafi gerst þegar vegur var fyrst lagður þarna fyrir um fjörutíu árum. Umhverfissinnar og gæslumenn arnarins hafi þá risið upp og sagt að þetta gengi ekki. Vegurinn hafi samt verið lagður og flestir haldið að örninn yfirgæfi hreiðurssvæðið. „Aðlögunarhæfni arnarins var nú mun meiri en það. Hann bara fór upp í næsta stall." Og hefur verið þar síðan, segir Úlfar. Sjálfur telur hann að aðlögunarhæfni arnarins sé margfalt meiri en almennt sé viðurkennt. Þorleifur Eiríksson er doktor í atferlisfræði dýra og hann segir að ernir séu ekki eins hræddir við tæki og bíla eins og margir halda. Dæmin sýni að þeir séu óhræddir við að verpa nálægt vegum. Hann segir að sumarbústaðir séu miklu verri á arnarslóðum heldur en þjóðvegir. Sumarbústöðum fylgi gjarnan miklar gönguferðir og krakkar að leik og segir Þorleifur að ernir séu mun hræddari við gangandi fólk heldur en vegi og bíla. Dýr Fuglar Vesturbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. Verið var að leggja nýjan sextán kílómetra veg um austanverðan Vatnsfjörð. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn í Barðastrandarsýslum, Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði, segir að þetta hafi litið illa út og mikið uppnám hafi orðið snemma sumars í fyrra og menn talið að umhverfisspjöll væru í uppsiglingu. Framkvæmdir höfðu, að því er talið var fyrir mistök, verið leyfðar á þeim tíma árs sem álitinn var sá viðkvæmasti fyrir arnarvarpið og var rætt um að stöðva vinnuna, þar sem ungi hafði uppgötvast í hreiðrinu. „Það hafði gerst að örninn, sennilega bara í banni, leyfði sér að verpa oní miðju framkvæmdasvæðinu, þar sem sprengingarnar og djöfulgangurinn var mestur," segir Úlfar. Forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson, staðfestir að unginn hafi komist á legg úr umræddu hreiðri og framkvæmdirnar hafi engar afleiðingar haft fyrir varpið. Vitað sé að ernir láti tæki ekki trufla sig. Úlfar segir að það gildi um örninn, eins og aðrar skepnur, og manninn líka, að hann sé forvitinn og vilji sambýli og félagsskap. Annað verði ekki lesið út úr þessu. Og örninn var enn á svæðinu í síðustu viku, þegar Stöð 2 var þar að mynda, og sat þá á steini í fjörunni nálægt þjóðveginum. Úlfar segir að svipað hafi gerst þegar vegur var fyrst lagður þarna fyrir um fjörutíu árum. Umhverfissinnar og gæslumenn arnarins hafi þá risið upp og sagt að þetta gengi ekki. Vegurinn hafi samt verið lagður og flestir haldið að örninn yfirgæfi hreiðurssvæðið. „Aðlögunarhæfni arnarins var nú mun meiri en það. Hann bara fór upp í næsta stall." Og hefur verið þar síðan, segir Úlfar. Sjálfur telur hann að aðlögunarhæfni arnarins sé margfalt meiri en almennt sé viðurkennt. Þorleifur Eiríksson er doktor í atferlisfræði dýra og hann segir að ernir séu ekki eins hræddir við tæki og bíla eins og margir halda. Dæmin sýni að þeir séu óhræddir við að verpa nálægt vegum. Hann segir að sumarbústaðir séu miklu verri á arnarslóðum heldur en þjóðvegir. Sumarbústöðum fylgi gjarnan miklar gönguferðir og krakkar að leik og segir Þorleifur að ernir séu mun hræddari við gangandi fólk heldur en vegi og bíla.
Dýr Fuglar Vesturbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira