Lionel Messi er nú orðinn næstmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona en hann er búinn að skora tvívegis í leik sinna manna gegn BATE Borisov í Meistaradeild Evrópu.
Messi er nú búinn að skora 194 mörk fyrir félagið, jafn mörg og Ladislau Kubala gerði á sínum tíma. Hann á nú 41 mark í að jafna þann markahæsta - Cesar Rodriguez sem spilaði með félaginu frá 1942 til 1955.
Messi er einungis 24 ára gamall og hefur marglýst því yfir að hann vilji hvergi annars staðar vera en hjá Barcelona. Það er því mjög líklegt að hann bæti metið og líklega áður en tímabilinu lýkur í vor.
Kappinn er nefnilega búinn að skora þrettán mörk í öllum keppnum á tímabilinu og það í aðeins níu leikjum.
Messi orðinn næstmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn