Kindle Fire vekur hrifningu 29. september 2011 13:52 Talið er að Kindle Fire muni veita IPad 2 harða samkeppni. mynd/AFP Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Mikil spenna ríkti fyrir kynningunni og margir orðrómar voru á kreiki um nýju vélina. Núna þegar sérfræðingar hafa fengið að kynnast Kindle Fire virðast óskir margra hafa ræst. Spjaldtölvan hefur mætt afar jákvæðum viðbrögðum og er einfaldleika hennar og hraða fagnað. Kindle Fire notast við Android stýrikerfið sem Amazon hefur endurhannað. Fyrir kynninguna voru margir á því að Android stýrikerfið hentaði ekki Kindle Fire enda er stýrikerfið allt annað einfalt og fallegt. Sérfræðingar fagna nú endurhönnun Amazon og þykir viðmót spjaldtölvunnar afar lipurt og myndarlegt. Kindle Fire er að mörgu leiti ólík IPad 2. Engin myndavél er á Kindle Fire og ekki 3G tengimöguleikar. Að sama skapi er geymslupláss Kindle Fire mun minna en í IPad 2. Ástæðan fyrir þessu liggur í Ský (e. Cloud) þjónustu Amazon sem gefur notendum vefverslunarinnar færi á að nálgast keypt efni hvenær sem er í gegnum vefinn. Einnig er Kindle Fire afar ódýr í samanburði við spjaldtölvu Apple. Kindle Fire er í forpöntun eins og er en fer í almenna sölu i næsta mánuði. Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Mikil spenna ríkti fyrir kynningunni og margir orðrómar voru á kreiki um nýju vélina. Núna þegar sérfræðingar hafa fengið að kynnast Kindle Fire virðast óskir margra hafa ræst. Spjaldtölvan hefur mætt afar jákvæðum viðbrögðum og er einfaldleika hennar og hraða fagnað. Kindle Fire notast við Android stýrikerfið sem Amazon hefur endurhannað. Fyrir kynninguna voru margir á því að Android stýrikerfið hentaði ekki Kindle Fire enda er stýrikerfið allt annað einfalt og fallegt. Sérfræðingar fagna nú endurhönnun Amazon og þykir viðmót spjaldtölvunnar afar lipurt og myndarlegt. Kindle Fire er að mörgu leiti ólík IPad 2. Engin myndavél er á Kindle Fire og ekki 3G tengimöguleikar. Að sama skapi er geymslupláss Kindle Fire mun minna en í IPad 2. Ástæðan fyrir þessu liggur í Ský (e. Cloud) þjónustu Amazon sem gefur notendum vefverslunarinnar færi á að nálgast keypt efni hvenær sem er í gegnum vefinn. Einnig er Kindle Fire afar ódýr í samanburði við spjaldtölvu Apple. Kindle Fire er í forpöntun eins og er en fer í almenna sölu i næsta mánuði.
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira