Vettel skrefi nær öðrum meistaratitilinum 11. september 2011 21:24 Sebastian Vettel fagnar á Monza í dag eftir að hafa komið fyrstur í endamark í áttunda skipti á árinu. AP MYND: LUCA BRUNO Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Hann á fræðilega möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í næstu keppni sem er í Singapúr og keppinautar hans fá ekki nægilega mörg stig til að halda í titilvonina. Sex mót eru enn eftir á tímabilinu. Vettel varð meistari ökumanna í fyrra. Vettel er með 284 stig i stigamóti ökumanna, Fernando Alonso á Ferrari 172, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull 167 og Lewis Hamilton á McLaren 158. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 12, fjórða 10, og svo 8, 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vinni Vettel næsta mót, svo dæmi sé tekið um stöðu hans og keppinautanna um titilinn þá verður Alonso að lenda í öðru eða þriðja sæti til að eiga möguleika á meistaratitlinum í framhaldinu. Button og Webber verða einnig að lenda í öðru sæti til að eiga áfram tölfræðilega möguleika í kapphlaupinu við Vettel, ef Vettel vinnur næsta mót. Hamilton á ekki möguleika á titilinum ef Vettel vinnur næsta mót. Aðspurður á fréttamannafundi hvenær hann gæti leyft sér að segja að hann væri í frábærri til stöðu að vinna titilinn sagði Vettel: „Ég held ég geti leyft mér að segja að við séum í frábærri stöðu. Ef þið spyrjið Fernando, Lewis, Jenson eða Mark, þá myndi þeir vilja skipta á stöðunni við mig. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Síðasta ár sannar það. Maður veit ekki fyrr en í síðasta hring í síðustu keppni", sagði Vettel sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í lokamótinu í Abu Dhabi. „Staðan er kannski öðruvísi í ár, en það eru mörg mót eftir. Við reynum að hámarka árangurinn eins og við gerðum hér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt mót, miðað við hvernig gekk síðustu tvö ár. En við vorum samkeppnisfærir í ár, sem var frábært. Við vorum í góðri stöðu og hámörkuðum árangur okkar og hefðu ekki getað gert betur. Frábær keppni. Frábært þjónustuhlé. Ræsingin var ekki góð, þannig að við þurfum að skoða það fyrir næsta mót. Svo sjáum við hvað gerist", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Hann á fræðilega möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í næstu keppni sem er í Singapúr og keppinautar hans fá ekki nægilega mörg stig til að halda í titilvonina. Sex mót eru enn eftir á tímabilinu. Vettel varð meistari ökumanna í fyrra. Vettel er með 284 stig i stigamóti ökumanna, Fernando Alonso á Ferrari 172, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull 167 og Lewis Hamilton á McLaren 158. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 12, fjórða 10, og svo 8, 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vinni Vettel næsta mót, svo dæmi sé tekið um stöðu hans og keppinautanna um titilinn þá verður Alonso að lenda í öðru eða þriðja sæti til að eiga möguleika á meistaratitlinum í framhaldinu. Button og Webber verða einnig að lenda í öðru sæti til að eiga áfram tölfræðilega möguleika í kapphlaupinu við Vettel, ef Vettel vinnur næsta mót. Hamilton á ekki möguleika á titilinum ef Vettel vinnur næsta mót. Aðspurður á fréttamannafundi hvenær hann gæti leyft sér að segja að hann væri í frábærri til stöðu að vinna titilinn sagði Vettel: „Ég held ég geti leyft mér að segja að við séum í frábærri stöðu. Ef þið spyrjið Fernando, Lewis, Jenson eða Mark, þá myndi þeir vilja skipta á stöðunni við mig. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Síðasta ár sannar það. Maður veit ekki fyrr en í síðasta hring í síðustu keppni", sagði Vettel sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í lokamótinu í Abu Dhabi. „Staðan er kannski öðruvísi í ár, en það eru mörg mót eftir. Við reynum að hámarka árangurinn eins og við gerðum hér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt mót, miðað við hvernig gekk síðustu tvö ár. En við vorum samkeppnisfærir í ár, sem var frábært. Við vorum í góðri stöðu og hámörkuðum árangur okkar og hefðu ekki getað gert betur. Frábær keppni. Frábært þjónustuhlé. Ræsingin var ekki góð, þannig að við þurfum að skoða það fyrir næsta mót. Svo sjáum við hvað gerist", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira