Beckenbauer: Götze eins og Messi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2011 16:00 Mario Götze hefur vakið mikla athygli. Nordic Photos / Bongarts Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira