Florent Malouda, vængmaður Chelsea, hrósaði framherjanum Fernando Torres eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í kvöld. Torres lagði upp bæði mörk Chelsea í leiknum.
"Það er ósanngjarnt þegar öll athyglin er á einum leikmanni liðsins. Það leggja allir mikið á sig og líka Fernando," sagði Malouda.
"stuðningsmennirnir verða að sýna honum skilning og þolinmæði. Hann lagði upp tvö mörk í kvöld og það mun lyfta sjálfstraustinu hjá honum. Því betra sem sjálfstraustið verður hjá honum þeim mun betri verður hann og þar með liðið."
Malouda hrósar Torres
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
