Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason komu við sögu í sigrum liða sinn í Evrópudeildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði AEK Aþenu sem steinlá gegn Anderlecht í Brussel.
Eiður Smári hélt upp á 33 ára afmælisdag sinn þegar AEK hélt á æskuslóðir Eiðs Smára í Brussel. Þeir áttu þó engan séns gegn Anderlecht sem vann 4-1 stórsigur. Elfar Freyr Helgason kom ekki við sögu frekar en áður hjá gríska liðinu.
OB Óðinsvé vann glæsilegan útisigur á Wisla Krakow í Póllandi. Rúrik Gíslason var sem fyrr í byrjunarliði danska liðsins en var skipt af velli undir lokin. Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður snemma í síðari hálfleik í 4-1 sigri AZ Alkmaar á Malmö.
Atletico Madrid vann 2-0 sigur á Celtic frá Skotlandi á Spáni. Falcao og Diego skoruð mörk Spánverjanna. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham gerði 1-1 jafntefli heima gegn Twent
G-riðill
Austria Vín - Metalist Kharkiv 1-2
AZ Alkmaar - Malmö FF 4-1
H-riðill
Birmingham - Braga 1-3
Club Brugge - NK Maribor 2-0
I-riðill
Atletico Madrid - Celtic 2-0
Udinese - Rennes 2-1
J-riðill
Maccabi Haifa - AEK Larnaca 1-0
Setua Búkarest - Schalke 0-0
K-riðll
Fulham - FC Twente 1-1
Wisla Krakow - OB Óðinsvé 1-3
L-riðill
Anderlecht - AEK Aþena 4-1
Sturm Graz - Lokomotiv Moskva 1-2

