Vilja niðurskurð og betri skattheimtur í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2011 19:45 Bob Traa, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi, leggst gegn skattahækkunum í landinu. Mynd/ AFP. Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira