Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, er hætt í Troy háskólanum í Alabama. Signý var ósátt við æfingaaðstöðuna og þjálfara sinn að því er fram kemur í viðtali við vefsíðuna Kylfingur.is.
Í viðtalinu segir Signý að þrátt fyrir að henni hafi gengið vel hafi hún ekki fengið eins mikið út úr veru sinni vestanhafs og hún reiknaði með.
„Æfingaaðstaðan var ekki góð og þjálfarinn ekki heldur. Það eina jákvæða við þetta var að fá að keppa í mótunum og auðvitað veðrið. Ég tel mig ekki að vera að fórna neinu með þessari ákvörðun því ég get alveg bætt mig hér heima. Ég er með þjálfarana mína hjá Keili og ætla að æfa af krafti í vetur til að bæta mig,“ sagði Signý í viðtali við Kylfingur.is.
Signý komin heim - ósátt við þjálfara og aðstöðu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn