Danski kylfingurinn, Thomas Björn, bar sigur úr býtum á evrópska Mastersmótinu í Sviss, en hann lék á níu höggum undir pari á lokadeginum eða á 62 höggum.
Samtals lék Björn á 20 höggum undir pari og var hreinlega óstöðvandi, en þetta er annað mótið í röð sem kylfingurinn vinnur á evrópsku mótaröðinni.
Fjórum höggum á eftir Bjorn var Þjóðverjinn, Martin Kaymer. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem Daninn sigra tvö mót í röð og er greinilega á mikilli siglingu.
Norður-Írinn, Rory McIlroy, hafnaði í þriðja sæti á mótinu en hann lék samtals á 15 höggum undir pari. Thomas Björn hefur nú tekið örugga forystu um laust sæti í evrópska liðinu fyrir Ryder-bikarinn sem verður árið 2012.
Thomas Björn vann annað mótið í röð
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

