Meira sjálfstraust hjá Hamilton 22. ágúst 2011 15:49 Lewis Hamilton bíður spenntur eftir því að stíga um borð í McLaren bílinn á föstudaginn. Mynd: McLaren F1 Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira