Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara.
Þessi verðlækkun á gulli er í stíl við þróun markaða í Bandaríkjunum og Evrópu í gærkvöldi. Eftir verulega góðan dag á Wall Street hafa markaðir í Evrópu einnig verið í plús í dag. Þannig hefur FTSE vísitalan í London hækkað um tæpt prósent, Dax vísitalan í Frankfurt um 2,5% og Cac 40 í París um 1,3%.
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum samfara verðlækkunum á gulli benda til að áhættufælni fjárfesta fari minnkandi í augnablikinu.
Verð á gulli lækkar talsvert

Mest lesið

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent


Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent
