Brasilíumaðurinn Bruno Senna hefur verið ráðinn ökumaður Renault liðsins í stað Þjóðverjans Nick Heidfeld, en málið var staðfest í dag af Renault.
Í frétt á autosport.com segir að Renault hafi viljað breyta liðs uppstillingunni á meðan sumarfríi keppnisliða stóð. Málið var snúið þar sem Heidfeld var ekki tilbúinn að hætta umorðalaust, en hann kom inn í liðið í stað Robert Kubica sem slasaðist í rallakstri í vetur.
En Heidfeld og Renault náðu samskomulagi í vikunni að leiðir myndu skilja og Senna verður því ökumaður Renault á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Senna er frændi Ayrton heitins Senna, sem lést í kappakstri árið 1994, en hann var mjög sigursæll ökumaður á sínum tíma.
Bruno Senna keppti með Hispania keppnisliðinu árið 2010, en hefur verið þróunarökumaður Renault á þessu ári og ók á föstudagsæfingum með Renault í Ungverjalandi í lok júlí.
Senna ökumaður Renault í stað Heidfeld
