Fótbolti

Eto'o er þakklátur Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samuel Eto'o hefur sent Inter og stuðningsmönnum þess þakkarbréf fyrir þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann er nú genginn til liðs við Anzhi í Rússlandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Inter var á mála hjá Inter í tvö ár og vann allt sem hægt var að vinna með félaginu. Á síðasta tímabili skoraði hann alls 37 mörk en stóru titlarnir komu á tímabilinu þar á undan, þegar Jose Mourinho var þjálfari.

„Það er rétt og sanngjarnt að þakka fólkinu sem hefur gefið mér svo mikið á þessum tveimur árum sem ég var hjá Inter," skrifaði hann. „Ég vil sérstaklega þakka forsetanum, Massimo Moratti, og fjölskyldu hans fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir mig."

Hann þakkaði einnig liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum liðsins og ekki síst þjálfurunum. „Sérstaklega Jose Mourinho sem var svo harðákveðinn í að fá mig til félagsins. Fyrir tækifærið sem hann gaf mér með því að fá mig til Inter."

Eto'o hefur skrifað undir þriggja ára samning við Anzhi og verður einn hæstlaunaðasti knattspyrnumaður heims með um tíu milljónir evra í árslaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×