Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni 25. ágúst 2011 16:53 Bruno Senna meðal áhorfenda á Spa brautinni í dag. Mynd: Andrew Ferraro/LAT Photographic/Renault F1 Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna. Formúla Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira