Ensku liðin Stoke City, Fulham og Birmingham komust öll áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Stoke og Birmingham unnu góða heimasigra en Fulham slapp með eins marks tap í Úkraínu.
Kenwyne Jones skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Stoke á svissneska liðinu Thun en Stoke hafði unnið útileikinn 1-0. Matthew Upson skoraði fyrsta mark Stoke í leiknum og Glenn Whelan gerði þriðja markið. Andreas Wittwer minnkaði muninn fyrir svissneska liðið undir lokin.
Birmingham vann 3-0 sigur á FH-bönunum í CD Nacional Madeira en Birmingham-liðið spilar í ensku b-deildinni. Nathan Redmond, David Murphy og Chris Wood skoruðu mörk Birmingham.
Fulham slapp með 1-0 tap á móti Dnipro í Úkraínu en komst áfram þar sem að Fulham vann fyrri leikinn 3-0 á Craven Cottage.
Skosku liðin Celtic og Rangers duttu hinsvegar bæði úr keppni. Celtic tapaði 3-1 á útivelli á móti Sion frá Sviss en fyrri leiknum hafði lokið með markalausu jafntefli í Skotlandi. Rangers náði bara 1-1 jafntefli við Maribor frá Slóveníu á heimavelli og tapaði því 2-3 samanlagt.
Stoke í stuði - ensku liðin fóru öll áfram en þau skosku eru úr leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

