Mercedes ekki að afskrifa Schumacher 26. ágúst 2011 12:53 Michael Schumacher áritar fyrir áhorfendur á Spa brautinni. Mynd: Mercedes GP Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira