Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs 27. ágúst 2011 21:10 Lewis Hamilton var áminntur af dómurum á Spa brautinni í Belgíu í dag. Mynd: McLaren F1 Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira