Vettel í kjörstöðu fyrir titilslag í dag 28. ágúst 2011 10:02 Sebastian Vettel fagnar besta tíma í tímatökunni á Spa brautinni í gær. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá. Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá.
Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira