Sebastian Vettel, Red Bull, sigraði Spa-kappaksturinn í Belgíu, en Mark Webber, einnig hjá Red Bull, varð í öðru sæti.
Þriðji varð Jenson Button, McLaren, en kappaksturinn var æsispennandi alveg frá byrjun.
Fernando Alonso, Ferrari, var vel inn í toppbaráttunni allan kappaksturinn, en ákvörðun liðsins um að skipta aðeins einu sinni upp dekk varð honum að falli, en Spánverjinn varð fjórði.
Jenson Button ók frábærlega á lokasprettinum en hann fór frá því að vera í 13. sæti í þriðja, en Button tók framúr Alonso þegar aðeins tveir hringir voru eftir.
Titilvonir Lewis Hamilton eru úr sögunni eftir kappaksturinn í dag en hann náði ekki að ljúka keppni eftir árekstur við Kamui Kobayashi.
Sebastian Vettel er efstur í keppni ökumanna með 259 stig, 92 stigum á undan Mark Webber. Alls eru 175 stig eftur í pottinum og því er útlitið virkilega gott fyrir Vettel.
Staða ökumanna:
1. S. Vettel 259
2. M. Webber 167
3. F. Alonso 157
4. J. Button 149
