Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull 28. ágúst 2011 21:19 Jenson Button, Sebastian Vettel og Mark Webber á verðlaunapallinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira