Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina 29. ágúst 2011 20:49 Robert Kubica vonast eftir því að komast í Formúlu 1 á ný. Mynd: LAT photographic/Andrew Ferraro/Renault F1 Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira