Lítið þarf til að hræða fjárfesta 10. ágúst 2011 18:46 Mynd úr safni Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um rúm þrjú prósent og í Frakklandi og Þýskalandi lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja og lækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 450 stig við opnun markaða en hefur aðeins rétt úr kútnum þegar líður á daginn. Fjárfestar kenna orðróm um lækkunina. Þetta sýnir hve óstaðfastur og duttlungafullur markaðurinn er. Hann bregst ekki aðeins við raunverulegum þáttum heldur einnig orðrómi. Orðrómur komst t.d. á kreik um að Standard & Poor myndi lækka lánshæfi Frakklands. Einnig að franskir og þýskir bankar ættu í erfiðleikum því þeir hafa lánað til fjölmargra ríkja vítt og breitt um Evrópu," segir Keith Bliss, verðbréfasali. Frönsk stjórnvöld neita orðrómnum en ráðamenn landsins hafa setið neyðarfundi í dag vegna efnahagsástandsins. Því er ljóst að ótti fjárfesta um annað efnahagshrun beggja vegna atlantshafsins er enn til staðar og nú hefur athyglinni aftur verið snúið til Evrópu. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um rúm þrjú prósent og í Frakklandi og Þýskalandi lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja og lækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 450 stig við opnun markaða en hefur aðeins rétt úr kútnum þegar líður á daginn. Fjárfestar kenna orðróm um lækkunina. Þetta sýnir hve óstaðfastur og duttlungafullur markaðurinn er. Hann bregst ekki aðeins við raunverulegum þáttum heldur einnig orðrómi. Orðrómur komst t.d. á kreik um að Standard & Poor myndi lækka lánshæfi Frakklands. Einnig að franskir og þýskir bankar ættu í erfiðleikum því þeir hafa lánað til fjölmargra ríkja vítt og breitt um Evrópu," segir Keith Bliss, verðbréfasali. Frönsk stjórnvöld neita orðrómnum en ráðamenn landsins hafa setið neyðarfundi í dag vegna efnahagsástandsins. Því er ljóst að ótti fjárfesta um annað efnahagshrun beggja vegna atlantshafsins er enn til staðar og nú hefur athyglinni aftur verið snúið til Evrópu.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira