Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru 11. ágúst 2011 10:27 Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti. Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti.
Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira