Hjón tóku bankaútibú eignarnámi 11. ágúst 2011 13:00 Hjónin Warren og Maureen Nyerges í borginni Naples í Flórída eru orðin að þjóðhetjum í Bandaríkjunum eftir að þau tóku eitt af bankaútibúum Bank of America eignarnámi en bankinn er stærsta banki Bandaríkjanna. Fjallað er um málið á vefsíðunni naturalnews.com en forsaga þess er að í desember á síðasta ári reyndi bankinn að taka hús þeirra hjóna af þeim vegna vangoldinna skulda sem áttu að hvíla á húsinu. Þau hjónin höfðu hinsvegar staðgreitt húsið árið 2009 og engar skuldir hvíldu á því. Bankinn gaf sig ekki og þurfti úrskurð dómstóls til þess að hjónin slyppu undan klóm hans. Í kjölfar þessa höfðuðu hjónin mál gegn Bank of America til að fá lögfræðikostnað sinn af öllu þessu stússi, 2.500 dollara eða um 290.000 kr., endurgreiddan. Sú krafa fór einnig fyrir dómari sem dæmdi bankann til að borga þennan kostnað. Fyrr í sumar þegar bankinn hafði neitað að greiða lögfræðikostnaðinn fóru hjónin til sýslumanns og fengu hjá honum eignarnámsúrskurð upp í kröfuna. Klukkan níu morguninn eftir voru hjónin mætt í útibú bankans í Naples ásamt fulltrúum sýslumannsins og með flutningabíl. Þar var útibústjóranum gerð grein fyrir því að útibúið væri innsiglað þar til þau hjónin hefðu tekið úr því lausamuni upp í kröfu sína. Í fréttinni segir að útibústjórinn hafi verið verulega „á taugum" þegar honum varð ljóst að þau hjónin myndu ekki yfirgefa útibú hans fyrr en þau hefðu sína 2.500 dollara í höndunum eða innanstokksmuni sem næmu þeirri upphæð. Útibústjórinn ákvað því að skrifa ávísun handa þeim fyrir upphæðinni. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hjónin Warren og Maureen Nyerges í borginni Naples í Flórída eru orðin að þjóðhetjum í Bandaríkjunum eftir að þau tóku eitt af bankaútibúum Bank of America eignarnámi en bankinn er stærsta banki Bandaríkjanna. Fjallað er um málið á vefsíðunni naturalnews.com en forsaga þess er að í desember á síðasta ári reyndi bankinn að taka hús þeirra hjóna af þeim vegna vangoldinna skulda sem áttu að hvíla á húsinu. Þau hjónin höfðu hinsvegar staðgreitt húsið árið 2009 og engar skuldir hvíldu á því. Bankinn gaf sig ekki og þurfti úrskurð dómstóls til þess að hjónin slyppu undan klóm hans. Í kjölfar þessa höfðuðu hjónin mál gegn Bank of America til að fá lögfræðikostnað sinn af öllu þessu stússi, 2.500 dollara eða um 290.000 kr., endurgreiddan. Sú krafa fór einnig fyrir dómari sem dæmdi bankann til að borga þennan kostnað. Fyrr í sumar þegar bankinn hafði neitað að greiða lögfræðikostnaðinn fóru hjónin til sýslumanns og fengu hjá honum eignarnámsúrskurð upp í kröfuna. Klukkan níu morguninn eftir voru hjónin mætt í útibú bankans í Naples ásamt fulltrúum sýslumannsins og með flutningabíl. Þar var útibústjóranum gerð grein fyrir því að útibúið væri innsiglað þar til þau hjónin hefðu tekið úr því lausamuni upp í kröfu sína. Í fréttinni segir að útibústjórinn hafi verið verulega „á taugum" þegar honum varð ljóst að þau hjónin myndu ekki yfirgefa útibú hans fyrr en þau hefðu sína 2.500 dollara í höndunum eða innanstokksmuni sem næmu þeirri upphæð. Útibústjórinn ákvað því að skrifa ávísun handa þeim fyrir upphæðinni.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira