Útlitið gott fyrir Bandaríkjamenn - Óþekkt nöfn berjast um sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2011 06:00 Brendan Steele hefur farið á kostum á fyrstu 54 holunum. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann meðhöndlar pressuna í dag. Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira