Flest allir markaðir í Evrópu eru í rauðum tölum í morgun eftir að þýska hagstofan tilkynnti að verulega hefði dregið úr hagvexti í landinu á öðrum ársfjórðungi ársins. Mældist hagvöxturinn aðeins 0,1% en hann var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Þýska aflvélin sem keyrt hefur áfram hagvöxtinn á evrusvæðinu er sum sé að hiksta og það eru verulega slæmar fréttir fyrir svæðið í heild þar sem einnig mælist nú verulegur samdráttur í hagvexti milli ársfjórðunga.
Þessar upplýsingar koma fram rétt fyrir fund þeirra Angelu Merkel kanslara Þýslands og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í dag. Þau ætla að ræða saman um hvernig megi leysa úr skuldakreppunni á evrusvæðinu.
