Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik danska liðsins OB og Villareal frá Spáni en íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason leikur einmitt með danska liðinu.
Leikurinn fer fram á leikvangi OB í Óðinsvéum á miðvikudag og er liður í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.
Hlutverk vettvangsstjóra UEFA er að hafa yfirumsjón með framkvæmd leikja í Evrópudeild og Meistaradeild, í nánu samstarfi við fulltrúa heimaliðs í viðkomandi leik.
Vettvangsstjórinn fylgist með því að allt sé upp sett og fari fram samkvæmt reglum og samþykktum í aðdraganda leiksins og meðan á leik stendur.
Gunnar vettvangsstjóri UEFA hjá Rúrik og félögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn