Teikningar af fjögurra herbergja geimhóteli sem á að svífa á braut um Jörðu hafa verið gerðar opinberar í Rússlandi.
Það er rússneska félagið Orbital Technologies sem ætlar sér að byggja hótelið og koma því á braut um jörðu.
Hótelið á að minna á alþjóðlegu geimstöðina ISS að innan, að sögn Sergei Kostenko forstjóra Orbital. Hann heldur því fram að rekstrargrundvöllur sé fyrir hóteli af þessu tagi. Jafnframt lofar hann að í hótelinu verði að finna öll helstu þægindi auk þess að útsýnið verði stórkostlegt.
