Harkalegur niðurskurður 1. ágúst 2011 12:05 Mynd/AP Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira