Harkalegur niðurskurður 1. ágúst 2011 12:05 Mynd/AP Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira