Heidfeld stóð ógn af eldinum 2. ágúst 2011 12:58 Eldur kviknaði í bíl Nick Heidfeld í kappakstrinum i Ungverjalandi á sunnudaginn. AP mynd Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum. Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira