Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla 1,2 milljónir pallbíla vegna ryðvandamála. Bandaríska umferðaröryggiseftirlitið telur að festingar á eldsneytistönkum geti auðveldlega rygðað og við því þurfi að bregðast. Samkvæmt frétt á norska viðskiptavefnum e24.no er um að ræða F-150 og F-250 bíla sem framleiddir eru árin 1997-2004 og Lincoln Blackwood frá árunum 2002-2003.
