Reynir að róa markaði 4. ágúst 2011 13:50 Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, reynir nú að róa markaði en skuldastaða Ítalíu er slæm. Gagnrýnendur forsætisráðherrans segja hann sjálfan hlut vandans. Maður getur efast um margt þegar kemur að Silvio Berlusconi. En eitt er ljóst. Hann er hugrakkur. í dag heldur Berlusconi tvær ræður á þinginu um skuldavanda Ítala. Hann heldur því fram að staða Ítalíu sé góð. Að minnsta kosti viðráðanleg. Andstæðingar Berlusconi telja reyndar eitt stærsta vandamálið Berlusconi sjálfur, hann dragi úr trúverðugleika landsins. Hvort ræður Berlusconis í dag rói markaðana er ómögulegt að segja til um. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Ítalía kemur næst á eftir Grikklandi í röð þeirra landa sem glíma við hæstu þjóðarskuldir í Evrópu. Skuldir Ítalíu eru 120 prósent af þjóðarframleiðslu landsins. 48 milljarða evru björgunarpakki til Ítalíu er lýst í erlendum fjölmiðlum eins og dropa sem fellur á heitan stein. Hann skipti í raun engu máli. Vandamálið á Ítalíu er einnig stærra. Óráðsía einkennir stjórnsýslu og er sjálfur fjármálaráðherrann, Giulio Tremonti, talinn tengjast vandræðalegu peningaþvottarmáli. Silvio Berlusconi vill hins vegar blása von í brjóst Ítala. En bjartsýni borgar ekki skuldir. Aðeins 23 prósent Ítala treysta forsetanum og stjórn hans samkvæmt nýjustu könnunum. Staða hans er slæm. Þetta eru örlagaríkir dagar í lífi Ítala sem hefðu eflaust fremur kosið að liggja á heitum sólarströndum og hlusta á hafið - en nauðvörn forseta sem er rúinn trausti. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, reynir nú að róa markaði en skuldastaða Ítalíu er slæm. Gagnrýnendur forsætisráðherrans segja hann sjálfan hlut vandans. Maður getur efast um margt þegar kemur að Silvio Berlusconi. En eitt er ljóst. Hann er hugrakkur. í dag heldur Berlusconi tvær ræður á þinginu um skuldavanda Ítala. Hann heldur því fram að staða Ítalíu sé góð. Að minnsta kosti viðráðanleg. Andstæðingar Berlusconi telja reyndar eitt stærsta vandamálið Berlusconi sjálfur, hann dragi úr trúverðugleika landsins. Hvort ræður Berlusconis í dag rói markaðana er ómögulegt að segja til um. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Ítalía kemur næst á eftir Grikklandi í röð þeirra landa sem glíma við hæstu þjóðarskuldir í Evrópu. Skuldir Ítalíu eru 120 prósent af þjóðarframleiðslu landsins. 48 milljarða evru björgunarpakki til Ítalíu er lýst í erlendum fjölmiðlum eins og dropa sem fellur á heitan stein. Hann skipti í raun engu máli. Vandamálið á Ítalíu er einnig stærra. Óráðsía einkennir stjórnsýslu og er sjálfur fjármálaráðherrann, Giulio Tremonti, talinn tengjast vandræðalegu peningaþvottarmáli. Silvio Berlusconi vill hins vegar blása von í brjóst Ítala. En bjartsýni borgar ekki skuldir. Aðeins 23 prósent Ítala treysta forsetanum og stjórn hans samkvæmt nýjustu könnunum. Staða hans er slæm. Þetta eru örlagaríkir dagar í lífi Ítala sem hefðu eflaust fremur kosið að liggja á heitum sólarströndum og hlusta á hafið - en nauðvörn forseta sem er rúinn trausti.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira