Orðrómur um 10 milljarða dollara gróða á lánshæfislækkun 9. ágúst 2011 08:48 Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira