Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari.
„Ég hef verið kylfusveinn í 33 ár, unnið 145 titla, en þessi er sá besti,“ sagði Williams við fjölmiðla að mótinu loknu. Þykja ummælin gera lítið úr frábæru samstarfi Williams og Tiger Woods um árabil.
Bandarískir fjölmiðlar telja Williams enn ósáttan við starfslok sín hjá Woods. Williams segir Woods hafa sagt sér upp í símtali þrátt fyrir að Woods hafi aðra sögu að segja.
Adam Scott kippti sér lítið upp við þá athygli sem Williams fékk eftir sigurinn á sinn kostnað.
„Nú get ég rætt við ykkur um Steve í staðinn fyrir Tiger,“ sagði Scott en kylfingar hafa ítrekað verið spurðir út í frammistöðu Woods innan vallar sem utan undanfarna mánuði. „Það eru örugglega fleiri kylfingar sem hefðu ekkert á móti því,“ bætti Williams við.
Ummæli Williams vekja mikla athygli
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti