Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 20. júlí 2011 17:45 Dylan Macallister átti flottan leik. Mynd/Stefán Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira