Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið.
Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar.
"Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein.
Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla.
"Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann.
Tiger rekur kylfusveininn sinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn