Axel og Alfreð jafnir eftir annan daginn - fjórtán kylfingar undir pari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 20:09 Alfreð Brynjar Kristinsson náði efsta sætinu með því að fá örn á átjándu holunni. Mynd/Golfsamband Íslands. Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn. Þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Það eru margir að spila vel enda fjórtán kylfingar að spila fyrstu tvo dagana undir pari. Axel byrjaði ekki vel því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði vel og var lengi einn í forystu í dag. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hinsvegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Ólafur Már Sigurðsson úr GK er í 3. sætinu tveimur höggum á eftir Axel og Alfreð. Ólafur Már lék manna best í dag en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafur Már fékk 7 fugla á holunum 18 í dag þar af þrjá þeirra á síðustu fimm holunum. Heiðar Davíð Bragason úr GÓ er í 4. sæti á fimm höggum undir pari en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag. Þórður Rafn Gissurarson, Hlynur Geir Hjartarson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kristján Þór Einarsson eru síðan allir í 5. til 8. sæti á fjórum höggum undir pari.Staðan eftir tvo hringi hjá körlunum: 1. Axel Bóasson, GK -8 1. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -8 2. Ólafur Már Sigurðsson, GR -6 4. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -5 5. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS -4 5. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG -4 5. Kristján Þór Einarsson, GKJ -4 9. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3 10. Sigmundur Einar Másson, GKG -2 10. Helgi Birkir Þórisson, GSE -2 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn. Þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Það eru margir að spila vel enda fjórtán kylfingar að spila fyrstu tvo dagana undir pari. Axel byrjaði ekki vel því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði vel og var lengi einn í forystu í dag. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hinsvegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Ólafur Már Sigurðsson úr GK er í 3. sætinu tveimur höggum á eftir Axel og Alfreð. Ólafur Már lék manna best í dag en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafur Már fékk 7 fugla á holunum 18 í dag þar af þrjá þeirra á síðustu fimm holunum. Heiðar Davíð Bragason úr GÓ er í 4. sæti á fimm höggum undir pari en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag. Þórður Rafn Gissurarson, Hlynur Geir Hjartarson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kristján Þór Einarsson eru síðan allir í 5. til 8. sæti á fjórum höggum undir pari.Staðan eftir tvo hringi hjá körlunum: 1. Axel Bóasson, GK -8 1. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -8 2. Ólafur Már Sigurðsson, GR -6 4. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -5 5. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS -4 5. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG -4 5. Kristján Þór Einarsson, GKJ -4 9. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3 10. Sigmundur Einar Másson, GKG -2 10. Helgi Birkir Þórisson, GSE -2
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira