Breska söngkonan Amy Winehouse er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í norðurhluta Lundúnarborgar í dag og rannsakar lögregla málið sem óútskýrt dauðsfall. Lífgunartilraunir báru ekki árangur þegar sjúkraflutningamenn komu á heimili hennar og var hún úrskurðuð látin á heimili sínu.
Winehouse hefur átt við alkahólisma að stríða í mörg ár og neytti sömuleiðis ólöglegra vímuefna. Hún var tuttugu og sjö ára.
Í síðasta mánuði hóf hún tónleikaferð um Evrópu sem byrjaði mjög illa þar sem hún var áberandi drukkin á sviðinu og gat varla flutt lögin sín skammarlaust. Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona heims allt frá því fyrsta breiðskífa hennar kom út árið 2003.
Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni
